Alls hafa rúmlega 400 jarðskjálftar mælst frá miðnætti á Reykjanesskaga. Enginn þeirra var yfir tveimur að stærð.
Einar Hjörleifsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við mbl.is vegna málsins og sagði hann skjálftavirknina haldast stöðuga eftir að hún minnkaði um klukkan níu í gær. Aðspurður um gosóróa segir hann engan slíkan hafa mælst að svo stöddu. Ótal mörgum þótti líklegt í síðustu viku að eldgos væri að hefjast en enn bólar ekkert á slíku. Þá hafa sérfræðingar líst því yfir að minni líkur séu á gosi og að kvikan virðist ekki ætla að ná að ýta sér upp á yfirborðið. „Hér eru íslenskar gæsalappir“„Hér eru íslenskar gæsalappir“