Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Erfiðir tímar framundan: „Bendir allt til þess að það verði ekki  venjuleg jól í Grindavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, á upplýsingafundi sem hófst klukkan  eitt í dag. Þá sagði hann Grindvíkinga þurfa að búa sig undir það að þurfa að búa sig undir að búa annarsstaðar en heima hjá sér næstu mánuði.

Þá kom fram að tjónamat á heimilum sé hafið en þónokkur heimili hafa skemmst töluvert í jarðskjálftunum síðustu daga.

„Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“

Leitað er nú leiða til þess að tæma heimili í Grindavík en fjöldi fólks hefur enn ekki komist heim til sín til þess að nálgast nauðsynlega muni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -