- Auglýsing -
Íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun við snarpan skjálfta en samkvæmt Veðurstofu Íslands mældist skjálftinn 3,7 á stærð.
Upptök skjálftans voru nokkuð langt í burtu frá þeim stóru skjálftum sem hafa orðið síðustu vikur eða um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Enn mælast litlir skjálftar yfir kvikuganginum við Grindavík en 370 skjálftar mældust frá miðnætti í gær. Þá segir ennfremur að engin breyting sé á virkni og ekkert bendi til þess að eldgos sé yfirvofandi að svo stöddu.