Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Þrettán ára drengur í fangelsi fyrir morð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrettán ára drengur í Bandaríkjunum var á dögunum dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir morðið á hinum 32 ára gamla Matthew Davis. DV greindi frá málinu í dag en drengurinn var tólf ára gamall þegar hann framdi ódæðið.

Þá hafði hann verið staddur á bílastæði ásamt tvítugum frænda sínum þegar starfsmaður veitingastaðar í grenndinni gaf sig á tal við þá. Starfsmaðurinn, Matthew, skammaði frænda drengsins fyrir að kasta af sér þvagi á almanna færi fyrir utan veitingastaðinn. Úr varð rifrildi og ákvað þá drengurinn að grípa til byssu af tegundinni AR-15 og skaut Matthew margsinnis, sem varð honum að bana. Drengurinn mun afplána dóminn að hluta til í fangelsi sem er sérstaklega fyrir ungmenni en verður hann færður til þegar hann nær átján ára aldri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -