Ísraelski herinn hefur verið gerður að háði og spotti á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna vandræðalegs myndbands sem varnamálaráðuneyti Ísrael birti.
Myndband sem varnarmálaráðuneyti Ísrael birti á dögunum og átti að sýna sönnunargögn um að Hamas-liðar notuðu sjúkrahús á Gaza sem leynilegar bækistöðvar, til að réttlæta dauða tugi heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga á al-Shifa sjúkrahúsinu, í kjölfar árása ísraelska hersins. Á myndskeiðinu sést hermaður sýna gögn hangandi á vegg en á það var skrifað á arabísku. Fullyrti hermaðurinn að þarna væri að sjá lista yfir hryðjuverkamenn Hamas, sem hefðu dvalið á bækistöðinni undir sjúkrahúsinu. Það sem hermaðurinn vissi ekki, sennilega, var að þetta var ekki listi yfir Hamas-liða. Þetta var dagatal.
Fjöldi manns hefur undanfarna daga gert stólpagrín að þessu vandræðalega myndbandi en hér má sjá brot af gríninu:
An Israeli military spokesman is being ridiculed online for calling an Arabic calendar a Hamas guard duty list pic.twitter.com/DbUjvi56EF
— TRT World (@trtworld) November 16, 2023