Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Á tímum sem þessum er rík ástæða til að týna ekki gleðinni heldur finna leiðir til að sinna því sem við erum þakklát fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á tímum sem þessum er rík ástæða til að týna ekki gleðinni heldur finna leiðir til að sinna því sem við erum þakklát fyrir og gefur lífinu gildi. Þrátt fyrir að reglur hafi verið settar um samkomur og nálægðartakmarkanir þurfum við ekki að hætta að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og njóta hversdagsins. Við ættum einmitt að rækta félagsleg samskipti. Það er hægt að gera á ýmsan hátt ef ekki er hægt að hittast, til dæmis með símtölum eða í gegnum Skype, Facetime eða önnur slík forrit,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í pistil sínum í Mannlíf.

Svandís gerir okkur vera að ganga í gegnum ótrúlega tíma þar sem allt er breytingum háð. Samfélög þjóða og daglegt líf fólks um allan heim er litað af þeim áhrifum sem farsóttin COVID-19 og viðbrögð við henni hafa. Samkomubann hefur tekið gildi hérlendis, við þurfum að halda lágmarksfjarlægð milli fólks, skólahald er takmarkað og margir eru í sóttkví eða einangrun.

Áhrifin á allt mannlífið eru gríðarleg

„Allur heimurinn er í sömu sporum og stjórnvöld og vísindafólk standa frammi fyrir risavöxnum áskorunum um allan heim. Hér á Íslandi höfum við kosið að fara að ráðum okkar besta fólks, vísindamanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, þ.e. með því að greina, rekja, beita sóttkví og einangrun og nú samkomubanni og takmörkun á skólahaldi,“ segir Svandís og bætir að að áhrifin á allt mannlífið eru gríðarleg. „Við þurfum öll að venjast nýjum og breyttum hversdagsleika, að minnsta kosti í einhvern tíma. Á slíkum tímum er mikilvægt að við hlúum að okkur og andlegu hliðinni, samtímis og við fylgjum fyrirmælum varðandi sóttvarnir.“

Eðlilegt að finna fyrir kvíða

„Þau sem ekki eru með áhættu-þætti fyrir alvarlega sýkingu ættu að lifa sem eðlilegustu lífi en ef veikindi gera vart við sig að halda sig heima meðan þau ganga yfir,“ segir Svandís. „Þau sem eldri eru eða hafa undirliggjandi sjúkdóma þurfa að gæta sérstakrar varúðar, og því þurfum við að muna að virða þær takmarkanir á umgengni sem aðrir setja sér og sínum.“

- Auglýsing -

Svandís segir að það sé eðlilegt að finna fyrir kvíða á tímum sem þessum, en þau sem finna fyrir kvíða eða áhyggjum ættu að nýta sér streitulosandi aðferðir sem bjargráð. „Það getur til dæmis verið hreyfing, lestur, að hlusta á tónlist eða hlaðvörp eða syngja, skapa tónlist eða list. Líka skiptir máli að vera vel upplýst og lesa réttar upplýsingar. Vefsíðan Covid. is hefur að geyma gagnlegar upplýsingar, svör við algengum spurningum, tölfræði og fleira og vefsíðan er uppfærð nær daglega. Við megum heldur ekki hætta við að leita okkur heilbrigðisþjónustu vegna annarra kvilla eða veikinda en COVID-19, ef þörf er á.“

Að lokum minnir Svandís á mikilvægi þess að við förum að fyrirmælum, þvoum okkur um hendur, sprittum og gætum að hreinlæti og verjum okkur og okkar viðkvæmasta fólk. „Og pössum upp á hvert annað, tölum saman og verum góð hvert við annað. Við komumst í gegnum þetta saman.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -