Mánudagur 4. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Aríel: „Skipherra á dönsku herskipi getur ekki sagt undirmanni að hlaupa og sækja kaffi fyrir sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans á dögunum er maður sem hefur farið víða, þrátt fyrir ungan aldur. Aríel Pétursson er sjóliðsforingi danska flotans, hefur starfað á togurum og er formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur. Nýlega kom seinni partur viðtalsins við Aríel en hér má lesa brot úr því.

Eins og áður hefur komið fram er Aríel Pétursson hátt settur í danska flotanum. Þegar Reynir spyr hvort það fylgi því ekki mikil völd, játar Aríel því en segir þó að vinnumenningin í Danmörku sé öðruvísi en víða. „Jú, jú, en það er samt sem áður í þessum vinnumarkaðskúltúr, danska, þá eru allir frekar jafnir,“ svaraði Aríel og kom með dæmi. „Skipherra á dönsku herskipi getur ekki látið sér detta það í hug að segja undirmanni sínum að hlaupa og sækja kaffi fyrir sig.“
Reynir: „Nú, er það ekki?“
Aríel: „Nei. En það er samt skýr þrepaskipting um borð, það eru til dæmis mismunandi messar. Það er officera-messinn, sargent-messinn og svo óbreytti messinn. Menn borða á sínum stað og sitja í sófunum á sínum stað en það er fyrst og fremst að kröfu undirmannanna. Ég sé að þú setur bara í brýrnar en þegar það var verið að smíða Knutklassann, Knut Rassmusen, sem eru aðeins smærri skip, bara 18 manna áhöfn. Þar stóð til að hafa bara einn messa fyrir alla en félag undirmanna hjá sjóhernum, lagðist gegn þessu vegna þess að þeir vilja ekki þurfa að heyra skammir fyrir það að setja fætur upp á sófaborð eða slíkt og vilja fá svigrúm til að tala um það hvað nýji, ungi officerinn er mikið fífl. Það er sem sagt skýr þrepaskipting og valdapíramídi en út af þessu jafnrétti sem er allt umlykjandi í Danmörku, þá er það þannig að þú ert ekkert að fara að tilhæfulausu að segja einhverjum að þjóna þér persónulega.“

Viðtalið við þennan unga en ótrúlega reynslumikla mann má sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -