Mánudagur 4. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Furðar sig á andstöðu við stuðningi við Palestínu:„Í raun ætti eilítil hugsun að afhjúpa heimskuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson furðar sig á siðferðislegri afstöðu fólks sem agnúast út í fólk á sem „mótmælir yfirstandandi barnamorðum ísraelskra stjórnvalda á börnum á Gaza, og reyndar á Vesturbakkanum líka.“ Þá skýtur hann fast á Davíð Oddsson.

Sósíalistaforinginn skrifaði hugleiðingu á Facebook í gær þar sem hann furðar sig á fólki sem lýsir yfir andstyggð á mótmælum fólks gegn barnamorðum Ísraelshers. „Fólk lýsir yfir andstyggð á þessum mótmælum þar sem fólkið sem mótmælir nú á ekki að hafa mótmælt nógu afgerandi eftir að hryðjuverkamenn myrtu börn fyrir mánuði. Því er haldið fram að með því að mótmæla yfirstandandi barnamorðum sé fólk í reynd að lýsa yfir stuðningi við barnamorð sem áður voru framin og við fréttum af þegar þau voru afstaðin. Andstæðingar mótmæla gegn yfirstandandi barnamorðum virðist vilja að þau barnamorð séu látin ótalin og áframhald þeirra studd þar sem fyrri barnamorðum hafi ekki verið andmælt af nógu mörgum og víða.“

Gunnar Smári segist ekki botna í þessu og skýtur föstum skotum á Davíð Oddsson, ritstóra Morgunblaðsins. „Ég skal viðurkenna að fæ engan botn í þessa siðferðislegu afstöðu. Hún virkar á mig sem daunillt drullumakerí. Ég hef lesið svona í leiðurum Morgunblaðsins, sem stórútgerðin heldur úti og ríkisstjórnin styrkir, en hélt í einfeldni minni að ástæða skrifanna þar væri persónuleg sturlun Davíðs Oddssonar.“ Og hann hélt áfram: „En sé nú á Facebook að það er til fólk sem „hugsar“ eins og Davíð og kemst að sömu ömurlegu niðurstöðunni. Ég set gæsalappir utan um „hugsar“ þar sem ég efast um að hægt sé að hugsa sig að þessari niðurstöðu. Í raun ætti eilítil hugsun að afhjúpa heimskuna. Og grimmdina. Og sturlunina.“

Að lokum bendir Sósíalistaforinginn á að til sé fólk á Facebook sem „telur að við eigum að hneigja okkur fyrir Hillary Clinton, þekktum barnamorðingja, á þessum tímum, þegar verið er að myrða börn í massavís.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -