Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

„Þetta er Eddie, Eddie er hálfviti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auglýsing dýraathvarfs í Wichita County í Bandaríkjunum vakti mikla athygli á dögunum enda heldur óhefðbundin. Dýraathvarfið setti inn færslu á Facebook-síðu sína þar sem þau auglýstu hund að nafni Eddie sem var í leit að nýju heimili.

Eddie með nýjum eiganda

„Þetta er Eddie, Eddie er hálfviti,“ skrifuðu þau í fyrirsögn og héldu áfram: „Eddie hatar aðra hunda, hann er 17 pund og gæti tekið á sig Rottweiler í slag og unnið. Ef Eddie væri með hreim myndi hann hljóma eins og hann væri frá Bronx, klæddur hlýrabol og með húðflúr sem segir MAMMA á upphandleggnum. Ef þú myndir lenda í slagsmálum á bar myndi Eddie hjálpa þér og sigrast á öllum 5 mönnunum, drepa í sígarettunni á enninu á þeim og ekki hella niður einum dropa af bjórnum sínum á meðan. “

Svo virðist sem óvenjulega auglýsingin hafi virkað en aðeins átta klukkustundum síðar höfðu mæðgur tekið hundinn að sér. Þá birti móðirin mynd af dóttur sinni með Eddie sem virðist hafa það gott á nýja heimilinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -