Fimmtudagur 12. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Árbænum, þar af einn þungt haldinn: „Þetta leit illa út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavíkur snemma í morgun. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús en einn þeirra er þungt haldinn.

Samkvæmt Vísi barst slökkviliði tilkynning um eldinn um klukkan 5:50 í morgun.

„Þetta leit illa út, það var tilkynnt um að fólk væri hugsanlega fast jafnvel inni og að einhverjir væru að stökkva út um glugga“, segir Stefáns Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu Vísis.

Mikill fjöldi fólks hafði komist út úr húsnæðinu að sjálfstæðum er slökkviliðið mætti á vettvang en einum hafði verið bjargað út. Stefán segir að fjórir hafi verið fluttir á sjúkrahús og að einn sé þungt haldinn.

Kallað var út allt tiltækt lið slökkviliðs og eru enn á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn og unnið að reykræstingu.

Stefán segir aðspurður hvort um íbúðarhúsnæði sé að ræða, að húsnæðið sé ekki byggt sem slíkt en greinilegt sé að búið hafi verið að útbúa litla íbúðir í húsnæðinu.

- Auglýsing -

Samkvæmt ja.is er fyrirtækið Mönnun ehf. til húsa í Stangarhyl 3 en einnig eru þar skráðir nokkrir einstaklingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -