Þriðjudagur 17. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Arndís opnar sig um handtökuna: „Mín upplifun að framganga þeirra hafi verið óþarflega harkaleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook þar sem hún fór yfir handtökuna sem gerð var á henni á föstudagskvöldið inni á skemmtistaðnum Kíkí Queer bar.

Sjá einnig: Þingmaður Pírata handtekinn á Kíkí bar: „Þetta var óþarf­lega niður­lægj­andi“

Í færslunni segir frá því að hún hefði farið einn sinn uppáhalds skemmtistað á föstudagskvöld, Kíkí. Hún hafi farið á klósettið og verið þar sjálfsagt í töluverðan tíma þegar dyraverðir staðarins ljúka upp hurðinni. „Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til.“ Segist hún hafa skilning á að starf dyravarða á skemmtistöðum sé erfið, sérstaklega þegar staðurinn er fullur af fólki í misjöfnu ástandi, „þó mín upplifun hafi verið sú að þarna hafi framganga þeirra verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi.“ Segiist Arndís hafa rætt við fyrirsvarsmann staðarins sem hafi beðið hana afsökunar fyrir þeirra hönd, sem henni þyki afar vænt um.

Þá segist þinkonan vera þakklát lögreglunni fyrir viðbrögð þeirra og fagmennsku, sem og þá álúð sem henni var sýnd í kjölfarið. „Enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir,“ skrifaði Arndís og bætti við: „Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjótt við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -