Píratinn Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir var heldur betur milli tannanna á fólki um helgina en hún var handtekin á föstudagskvöldið eftir að dyraverðir á skemmtistaðnum Kiki óskuðu eftir aðstoð lögreglu. Arndís var gaf fyrst út að viðbrögð dyravarða hafi verið of sterk og að eigendur Kiki hafi beðið hana afsökunar á atvikinu.
Nútíminn greindi þá frá því að Arndís Anna hafi verið áfengisdauð á salerni staðarins en hún sagði slíkt vera rangt og einungis slúður. Í seinnpartinn í gær sendi hún þá frá sér yfirlýsingu þar sem hún gekkst við því að hafa verið of full og dónaleg.
„Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt. Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu, ég var dónaleg og streittist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég hef beðið hlutaðeigandi afsökunar á framkomu minni. Það eru forréttindi að vera kjörinn fulltrúi, því fylgir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við,“ sagði þingkonan. Mannlíf lagði fram könnun í gær um málið meðal lesenda þar sem spurt var hvort Arndís þurfi að axla einhverskonar ábyrgð á málinu. Rúm 60% lesenda svöruðu því játandi.