Nú styttist óðum í jólin og þá er kominn tími til að skreyta með jólaljósum, búa til snjókalla og og hlusta á jólalög. En hvaða jólalög er best að hlusta á? Hin eina sanna Sunneva Einarsdóttir hefur valið fimm bestu jólalögin og deilir þeim með lesendum Mannlífs. Hún ætti að þekkja bestu jólalögin enda er hún algjör jólasveinn.
Topp fimm🎄
Á Móti Sól – Þegar jólin koma – Þetta lag var eina jólalagið í gömlu tölvunni hans pabba, svo þetta var alltaf á repeat hjá mér öll jólin þegar ég var hjá honum.
Eivör – Dansaðu vindur – Uppahalds jólalagið hjá Tóta mínum. Hann dansar mikið við þetta lag um jólin og lagði mikla áherslu á að kenna stelpunum okkar það.
Borgardætur – Amma Engill – Þetta lag fer á listann fyrir mömmu! Hún er algjör amma engill!
Baggalútur – Stúfur – Þetta er jólalag að mínu skapi, klúrinn texti og fjallar um agnarsmáan krúttlegan gaur!
Michael Bublé – Holly Jolly Christmas – Kemur mér alltaf í gott skap, þægilegt og skemmtilegt!