Nítján ára gamall maður, Jayden Rivera, hefur verið handtekinn eftir að foreldrar hans og yngri bróðir fundust látin á heimili sínu í Bronx í Bandaríkjunum. Jayden hafði passað fimm ára hálfbróður sinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann stakk fjölskyldu sína til bana.
Jayden var í kjölfar handtökunnar vistaður á geðdeild Westchester Medical Center þar sem hann sagði læknum að hann hefði „gert eitthvað slæmt og að hann hefði drepið einhvern,“ en þessu greindi lögregla frá á blaðamannafundi í gær. Búist er við því að unglingurinn verði ákærður fyrir morðin þrjú en hafði hann sagt stjúpmóður sinni, skömmu fyrir morðin, að hann heyrði raddir. Þá sagði hann stjúpmóður sinni einnig að raddirnar gæfu til kynna að hún og faðir hans myndu meiða hann.