Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Benidorm goðsögnin Sticky Vicky látin: „Hjarta mitt er brostið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Benidorm-goðsögnin Sticky Vicky er látin, áttræð að aldri.

Skemmtikrafturinn Vicky, sem hét réttu nafni Victoria María Aragüés Gadea, var goðsögn á ferðamannasvæðum Benedorm, sem heillaði áhorfendur með framandi dönsum sínum og furðulegum brellum. Bretar og fleiri ferðamenn sóttust í að sjá atriði hennar sem voru bönnum börnum en margir þeirra hafa nú minnst hennar á samfélagsmiðlunum. Sagt er frá andlátinu á Mirror.

Dóttir hennar Maria skrifaði á Facebook: „Það er með harmi sem ég segi þessi orð, móðir mín, Sticky Vicky lést í dag um klukkan sex í morgun, ég trúi því ekki. Hún er farin, umvafin fjölskyldu sinni, með allri okkar ást. Ég þakka Guði fyrir að hafa alltaf geta verið við hlið hennar. Hjarta mitt er brostið.“

Vicky byrjaði ung að dansa á sýningum en eftir dauð fasistans Francisco Franco og tilslökun á kynferðislegri ritskoðun, stóð Vicky frammi fyrir vandræðum því áhorfendur kröfðust meiri nektar og eigendur sýningastaðanna fóru að ráða fleiri erlenda dansara sem gátu fækkað fötum. Töframaður stakk upp á því við Vicky að hún tæki upp á því að draga einfalda hluti út úr sköpum sínum. Byrjaði hún á að draga vasaklúta út úr sér á sýningum og sló í gegn en hún fór með sýningu sína víða á Spáni og í önnur lönd. Seinna meir dró hún hluti á borð við borðtenniskúlur, egg og rakvélablöð úr sköpum sínum og endaði svo sýninguna á því að opna bjórflösku á sviðinu með sköpunum. Smá saman varð sýning hennar að einhverskonar költ fyrirbæri en margir ferðuðust þúsunum kílómetra til að sjá Vicky sýna hinar heimsfrægu brellur. Talið er að sex milljónir manna hafi séð sýningu hennar sem hún byrjaði um miðjan áttunda áratuginn og þar til hún hætti árið 2016, þá 72 ára gömul.

Vicky var flutt á sjúkrahús í júlí eftir að hafa dottið illa á hnén við það að fara út úr bíl sínum. Varði hún næstu dögum á sjúkrahúsinu en var svo útskrifuð. Stuttu seinna var henni komið til spítala í flýti, eftir að hafa fundið frekar sársauka. Dánarorsök hafa ekki verið kunngjörð.

Einn af aðdáendum hennar skrifaði athugasemd við tilkynningu dóttur Vicky. „Guð blessi þig og þína fjölskyldu. Mamma þín kom Benidorm á kortið. Þegar þú sagðir Benidorm, sögðu allir Sticky Vick. Fallega kona, sannur skemmtikraftur, hvíl í friði.“

Annar skrifaði: „Sendi þér alla ástina… sá mömmu þína á 21 árs afmæli mínu, alvöru goðsögn á hennar líftíma… Megi hún eiga besta rúmið í himnaríki og hvíla í eilífum friði.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -