Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Fimm starfsmenn sögðu upp vegna leikskólastjóra: „Þetta er búið að vera bölvað vesen“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm leikskólastarfsmenn á Bakkaskjóli í Hnífsdal sögðu upp störfum árið 2004. 

Starfsmennirnir fimm voru ósáttir við Elínu Þóru Magnúsdóttur, nýráðinn leikskólastjóra. Starfsmennirnir drógu uppsagnirnar til baka og gáfu bæjaryfirvöldum val milli þeirra og leikskólastjórans. „Það er rétt að við drógum þær til baka, en nú vitum við í raun og veru ekki hvort það verður tekið til greina eða ekki,“ sagði Elísabet Gunnlaugsdóttir, forsvarsmaður hópsins, í samtali við DV árið 2004. Töldu starfsmennirnir að um trúnaðarbrest væri að ræða sem gerði þeim ómögulegt að starfa með leikskólastjóranum.

„Við töldum að það gengi ekki upp á annan hátt en að leikskólastjórinn hætti. Hún talar alltaf við aðra yfirmenn en ekki okkur. Það segir sig sjálft að það er út af einhverju sem við viljum að hún fari. Ég get ekki sagt meira en að betra er að hitta birnu án húna heldur en heimskingja í heimsku sinni.“

Í grunninn má rekja málið til þess að fækka átti starfsmönnum á leikskólanum og töldu starfsmennirnir það ekki í lagi.

„Þetta er búið að vera bölvað vesen og hefur undið upp á sig. Þetta er eins og lögfræðingurinn sagði; við hverja grein sem þú heldur að þú höggvir af þá vaxa tíu. Þetta er viðkvæm staða og eins og kerlingin sagði, þegar hún kjaftaði sem mest: fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ sagði Elísabet um málið.

Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagðist vera bjartsýnn á að hægt væri að leysa málin. Þegar hann var spurður hvort það þyrfti að fækka leikskólastarfsmönnum í leikskólanum sagði hann: „Það þarf bara að taka mið afstöðugildaþörfinni hverju sinni, á þessum leikskóla sem og öðrum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -