Bókmenntapáfinn Egill Helgason botnar ekkert í því af hverju Gyrðir Elíasson rithöfundur fékk ekki tilnefningu til Íslensku bókmennatverðlaunanna. Egill og bókmenntarýnar hans höfðu hælt ljóðabókum Gyrðis í hástert og töldu að um tímamótaverk væri að ræða. „Þetta er ótrúleg yfirsjón, einhver sú stærsta í sögu verðlaunanna. Hinar bækurnar eru góðs maklegar, sumar framúrskarandi, en kvæði Gyrðis eru á plani sem vart þekkist hérna,“ skrifar Egill og ræður sér varla.
Egill þykir vera afar fær á sínu sviði sem gagnrýnandi. Hann hefur sjálfur ekki skilið eftir sig nein verk í bókmenntum en hefur gríðarlega yfirsýn yfir verk annnara listmanna í bókmenntaheiminum og hefur verið duglegur að láta skoðanir sínar í ljósi.
Gárungar velta fyrir sér hvort ekki eigi að fela honum sem verktaka að sjá um tilnefningar á komandi árum og fullkomna þannig klíkuveldi hans í Kiljunni …