Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Svali lýsir ástandinu á Tenerife: Vopnaðir hermenn reka fólk inn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er best þekktur, lýsir ástandinu á Tenerife sem mjög furðulegu svo vægt sé til orða tekið, en þar er nú þriðji dagur í útgöngubanni. Segir Svali nýjar fréttir birtast daglega og fullkomin óvissa ríki um framhaldið.

 

„Staðan á Tenerife(og á fleiri stöðum) er skrítin. Það er skrítið að mega alls ekki fara út, að láta reka sig inn af vopnuðum hermönnum/lögreglumönnum ef maður á ekki erindi út,“ segir Svali, en bætir við að Kanaríbúar fari eftir lögum og virði boð og bönn að mestu. Fólk taki því þegjandi og hljóðalaust að vera vera rekið frá verslunum og sagt að koma seinna um daginn.

„Mér finnst það afar erfitt, finnst erfitt að láta segja mér hvað má og hvað ekki, kannski er það bara Íslendingurinn í mér.“

Öllum ferðamönnum komið af eyjunni

Segir Svali að öllum ferðamönnum verði komið af eyjunni til að koma í veg fyrir að heimafólk smitist.

„0% ferðamenn og það virðist vera að takast hjá þeim,“ segir Svali og bætir við að mörg hótel hafi lokað og ætli ekki að opna fyrr en í ágúst.

- Auglýsing -

„Ég er innst inni að vona að það sé kjaftasaga, en það hefur hvergi verið skrifað neitt um það, bara frásögn frá einu hótelinu. En hvað sem því líður þá er ég ekki svartsýnn gaur, þetta á eftir að líða hjá en því miður með slæmum afleiðingum fyrir marga. Vona bara að við(og aðrir) lendum ekki ílla í því,“ segir Svali og endar svo á jákvæðum nótum.:-)

„Hugarfarið er að breytast hjá fólki, það er á hreinu. Það er ekki gott að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Hefði ekki getað ímyndað mér hvað mikið af litlum hlutum skipta máli, en ég er að uppgötva það hratt. Við sendum ykkur öllum okkar bestu kveðjur. Breytingar geta verið afar jákvæðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -