Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, telur nú vera minni líkur en áður að það muni gjósa á Reyknesinu.
„Ég er farinn að hallast meira og meira að því að þetta endi ekki í gosi,“ sagði Þorvaldur í samtali við mbl.is. „En maður er búinn að segja svo margt í þessu ferli.“
„Það er að draga úr landrisinu. Það var að rísa töluvert hratt fyrir um viku síðan en á sumum stöðum er landrisið hætt. Það hefur hægt á landrisinu við Svartsengi og þar með vonast maður til þess að þetta hætti.“
Þorvaldur er líklega sá sérfræðingur sem talaði mest um að eldgosi væri líklegt í lok október og byrjun nóvember og var harðlega gagnrýndur fyrir þær spár af sumum, meðal annars af stjórnendum Bláa lónsins. Þorvaldur hvatti stjórnvöld til að rýma Grindavík og nærliggjandi svæði og sagði: „Ég myndi frekar vilja kalla eftir rýmingu oftar og líta út eins og kjáni í fjölmiðlum heldur en að vera með mannslíf undir.“