Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Handtekinn grunaður um líkamsárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Maðurinn var gestkomandi í húsi og vildi ekki fara þaðan.  Maðurinn, sem er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna, ar vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Annar karlmaður var handtekinn klukkan rúmlega 17 í gær að Fiskislóð í Reykjavík. Maðurinn er grunaður um þjófnað úr verslun, en hann hafði sett varning innan klæða og var stöðvaður er hann ætlaði að yfirgefa verslunina. Manninum var haldið þar til lögregla kom á vettvang.

Rúmlega eitt í nótt var tilkynnt um innbrot á  bensínstöð í hverfi 110.  Búið var að brjóta rúðu og fara inn. Ekki er vitað hverju var stolið.

Laust fyrir klukkan fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í matvöruverslun á Seltjarnarnesi. Þar var búið að brjóta rúðu og fara inn, ekki er vitað hverju var stolið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -