Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Íslensk stjórnvöld vilja reka palestínskt barn úr landi: „Er í lagi með útlendingastofnun?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lenya Rún Taha Karim er síður en svo sátt við að reka eigi fylgdarlausu palestínsku barni úr landi.

Fram kom í fréttum í gær að íslensk stjórnvöld hyggjast reka Sameer, 12 ára gamlan palestínskan dreng, sem dvalið hefur hjá íslenskri fjölskyldu, úr landi eftir að hafa neitað honum um vernd. Drengurinn er fylgdarlaus en 14 ára frændi hans verður sendur úr landi með honum til Grikklands, þar sem enginn bíður þeirra.

Varaþingkonan Lenya Rún Taha Karim skrifaði færslu á X þar sem hún segir ábyrgð stjórnvalda mikla í málefnum barna á flótta:

„Stjórnvöldum er SKYLT að horfa til þess hvað barninu er fyrir bestu OG skoða að eigin frumkvæði hvort dvalarleyfi á grv. mannúðarsjónarmiða eigi við?Ég NEITA að trúa því að skilyrði útlendingalaga um vernd séu túlkuð það þröngt að þau nái ekki utan um 12 og 14 áraFYLGDARLAUS BÖRN.“

Heldur Lenya Rún áfram í athugasemdum:

„eins galið og það er að við séum með ákvæði í útlendingalögum um brottvísun FYLGDARLAUSRA BARNA (3. mgr. 103. gr. útl.) þá eru skilyrði ákvæðisins EKKI uppfyllt í tilviki þessara stráka, hvernig í andskotanum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það eigi að brottvísa þeim???“

- Auglýsing -

Og svo:

„2. mgr. 10. gr., a-liður 1. mgr. 29. gr., 31. gr., 5. mgr. 37. gr., 5. mgr. 71. gr., 2. mgr. 74. gr. útl. hvaða trúður horfði á öll þessi ákvæði og hugsaði „nei á ekki við“ í þessari málsmeðferð? er í lagi með útlendingastofnun?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -