Ungir Sjálfstæðismenn birtu eitthvað sem virðist eiga að vera vísa, í story hjá sér á Facebook, þar sem þeir segjast vona að Píratar hverfi af þingi, rétt eins og Björt Framtíð. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi á sínum tíma eftir að flokkurinn sleit samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir að ærumálið kom upp.
Björn Leví birti vísuna og gerði góðlátlegt grín að henni, með því að vitna í Gaggó Vest:
„Kennari:
Þorbjörn nokkrum fannst lítið til vísunnar koma og skrifaði athugasemd: „Þau þurfa a.m.k. að verða sér úti um betri hagyrðing…“
Þessu svarar ljóðskáldið Ingunn Snædal, sem eðli málsins samkvæmt veit sitthvað um kveðskap.: „Úff, já. Þetta er hroðalega vont.“
Hér má sjá vísuna: