Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Neytendasamtökin kærðu Strumpaklám: „Við stöndum alveg berskjaldaðir fyrir þessu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Átta ára stúlku í Reykjavík var heldur betur brugðið þegar hún horfði á Strumpaspólu árið 1992.

Stúlkan hafði eignast myndbandsspóluna í janúar árið 1992 og á henni áttu að vera tvær teiknimyndir um Strumpana síkátu. Þegar seinni teiknimyndin kláraðist tók við brot úr grófri klámmynd að sögn foreldra stelpunnar. Foreldrar hennar höfðu samband við Neytendasamtökin en þau tóku þá ákvörðun að kæra sölu spólana til lögreglu. „Við stöndum alveg berskjaldaðir fyrir þessu. Þetta er svipað og ef matvöruverslun seldi kjúklinga með salmonellusýkingu,“ sagði Stefán Unnarsson, talsmaður Steina hf. sem sá um dreifingu á spólunum. Stefán útskýrði það í viðtali við DV að fyrirtæki hafi keypt spólur af þriðja aðila og hafi þær átt að vera nýjar. „Þegar við versluðum við fjölföldunarfyrirtækið vorum við í þeirri góðu trú að spólumar væru nýjar. Við ætlum að kanna í dag hve mikið er af þessu úti á markaðnum,“ sagði hann en upplagið af spólunum var 2000 eintök en hann vissi aðeins um tvær eintök sem innihéldu klám.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -