Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ríkisstjórnin undirbýr enn stærri björgunarpakka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands munu í vikunni kynna nýjar björgunaraðgerðir vegna þess skaða sem COVID-19 er að valda atvinnulífinu. Aðgerðirnar miða að því að styðja enn frekar við íslenskt atvinnulíf og þá sérstaklega fyrirtæki í ferðaþjónustu og minni og millistór fyrirtæki. Samkvæmt heimildum Mannlífs er talið að umræddar aðgerðir snúist um milljarða, jafnvel tugi milljarða.

Á meðal þeirra aðgerða sem horft er til er að ráðast í er að tryggja enn frekar lausafé í fjármálakerfinu, m.a. með slökun á eiginfjárkröfu bankanna, eins og Mannlíf hefur áður fjallað um. Þá er horft til þess möguleika að styðja enn frekar við lánveitingar fjármálastofnanna til fyrirtækja með ábyrgðum ríkisins, kaupum á skuldabréfum fyrirtækja og tímabundins lækkunar tryggingagjalds. Einnig er til skoðunar að ráðast í sértækar aðgerðir sérsniðna að fyrirtækjum í ferðaþjónustu en ekki hefur fengist staðfest hvernig slíkar aðgerðir kunni að vera útfærðar.

Samkomubann tók gildi á Íslandi á miðnætti og landamærum víðs vegar um heim hefur verið lokað. Ljóst er að fjölmörg fyrirtæki verða á komandi vikum og jafnvel mánuðum fyrir verulegum búsifjum vegna þess ástands sem kórónaveiran hefur haft í för með sér. Hvergi verða áhrifin eins áberandi og í ferðaþjónustu en lokun Bandaríkjanna fyrir flug frá Evrópu spilar þar stórt hlutverk en Bretar og Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra þjóða sem heimsækja Ísland.

Mannlíf greindi fyrst fjölmiðla frá fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, á sunnudegi fyrir rúmri viku. Stjórnvöld kynntu svo um miðja vikuna þær áætlanir á þriðjudaginn síðasta. Þar kom meðal annars fram að forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væru brostnar. Tilkynnt var um möguleika á frestun á skilum opinberra gjalda og tímabundna niðurfellingu gistináttaskatts. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði stórt markaðsátak þegar veiran er um garð gengin og að gripið verði til ráðstafana til að örva einkaneyslu, til dæmis með skatta- eða stuðningskerfum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að aukinn kraftur verði settur í framkvæmdir á vegum opinberra aðila.

Ríkisstjórnin samþykkti á föstudag frumvarp að auka atvinnuleysisbótarétt til 1. júlí. Í frumvarpinu felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli, vegna tímabundins ástands í starfsemi fyrirtækis, koma föst launa ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð bótunum, enda hafi starfshlutfallið verið lækkað hlutfallslega um á bilinu 20 til 50 prósent. Aðrar þjóðir hafa farið svipaðar leiðir, svo sem Norðmenn, en hlutföllin eru misjöfn á milli landa.

Allar fyrri áætlanir ríkisstjórnarinnar tókum mið af því ástandi sem þótti fyrirséð á þeim tíma, fyrir um viku síðan. Þær runnu út um þúfur þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um 30 daga bann við flugi frá Evrópu. Tilraunir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar, og mótmæla banninu fyrir hönd Íslands, báru engan árangur. Fyrir vikið þarf ríkisstjórnin nú að grípa til mun umfangsmeiri aðgerða en áður var talin þörf á.

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs verður tilkynnt um þessar aðgerðir innan fárra daga. Markmiðið er að tilkynna aðgerðir sem komið geta stórum hluta fyrirtækja, sem fyrirséð er að lendi í vanda, í gegn um komandi vikur. Hluti af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur í pípunum eru almenns eðlis. Sömu heimildir herma jafnframt að í skoðun sé að veita viðkvæmum hópum fyrirtækja eins ferðaþjónustufyrirtækjum sérstakan stuðning en ekkert hefur þó verið endanlega ákveðið í þeim efnum. Við því má þó búast að aðgerðirnar verði hvoru tveggja sértækar og almennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -