Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Veiran ekki eins útbreidd og hann hélt – Skimun á landsbyggðinni í kortunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson segir skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 hafa gengið vel. Búið er að skima rúmlega 1.800 og þar af voru 19 smitaðir. Kári segir þessar tölur gefa til kynna að veiran sé ekki eins útbreidd í samfélaginu og hann hafði óttast.

Kári segir skimun Íslenskrar erfðagreiningar hafa leitt í ljós að báðir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hérlendis, það er S-stofn og L-stofn. S-stofninn kemur að öllum líkindum frá vesturströnd Bandaríkjanna en L-stofn frá Evrópu að sögn Kára. Hann segir að útlit sé fyrir að L-stofn sé „illskeyttari“ afbrigði en S-stofn veirunnar. Þessu greindi hann frá í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.

Ætla að senda sýnatökupinna út á land

Staðfest smit eru 180 en flest komu upp á höfuðborgarsvæðinu. Spurður út í skimun á landsbyggðinni segir Kári að planið sé að fylgjast með hvernig veiran dreifist fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Það stendur til að senda sýnatökupinna út á landsbyggðina, ekki spurning, það verður að gera það,“ segir Kári.

Segir ríkisstjórnina eiga hrós skilið

Kári sagði Ölmu Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni og Víði Reynisson yf­ir­lög­regluþjón hafa staðið staðið sig afar vel að hans mati. Hann segir ánægjulegt að sjá að þau séu yfirveguð og láti ekki þrýsta á sig hvað ákvarðanir varðar.

- Auglýsing -

Hann benti á að í sumum ríkjum eru ákvarðanir teknar út frá pólitískum sjónarmiðum en ekki lýðheilsusjónarmiðum. Hann bætti við að það sé aðdáunarvert að sjá að ríkisstjórnin taki mark á sérfræðingum í heilbrigðismálum. „Þá þarf líka að hrósa ríkisstjórninni, þó manni þyki það ekki sérlega ljúft,“ sagði Kári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -