Reynir féll útbyrðis á Hafliða og fannst aldrei: „Hann var mjög jákvæður og skemmtilegur“

top augl

Gestur Sjóarans er að þessu sinni Ragnar Rúnar Þorgeirsson, skipstjóri og sjómaður til fjölda ára. Hann er einnig brandarasmiður, hefur birt einn brandara á hverjum degi á Facebook síðastliðin 13 ár. Í viðtalinu rifjar Ragnar upp lífið á sjónum, sem oft á tíðum var ansi skrautlegt og skemmtilegt.

En Ragnar sigldi ekki alltaf lygnan sjó, ef svo má að orði komast því þegar hann var skipstjóri á mótorbátnum Hafliða, dróst 17 ára piltur, sem vann á bátnum, út með færinu og drukknaði, árið 1991.

„Við vorum á netum og vorum að leggja,“ rifjar Ragnar upp og heldur áfram. „Og við vorum nýbúnir að láta drekann detta og þá flæktist færið í höndunum á einum og hann fór útfyrir og sökk strax“.

Áhöfnin á Hafliða var nýbúin að vera á björgunarnámskeiði. Þeir vissu því nákvæmlega hvernig ætti að bregðast við í svona aðstæðum.

„Ég stakk upp á það við strákana hvort við ættum ekki að fara á björgunarnámskeið. Og þeir voru alveg til í það. En um leið og hann fór útfyrir þá vissi ég nákvæmlega hvað þyrfti að gera, snúa bátnum eins og í átta. Og reyna að ná í manninn en hann hefur sennilega farið alveg niður í botn og losnað þar. Svo tókum við færið og ég setti olíugjöfina alveg á fullt og við hífðum upp færið en þar var ekkert.“

Ragnar segir að drengurinn, sem hét Reynir Ólafsson hafa verið afar glaðlyndan.

„Hann var mjög jákvæður og skemmtilegur,“ sagði hann og bætti við að áhöfnin hafi síðar farið að hitta foreldra Reynis, sem hafi verið afar mikilvægt en foreldrarnir vildu fá að vita um öll smáatriðin sem tengdust slysinu og svo rifjuðu áhafnarmeðlimir skemmtilegar sögur af Reyni.

Ragnar Rúnar hefur aldrei komist yfir þennan atburð. Hann segist hafa farið yfir það í huga sínum ítrekað hvort eitthvað hefði getað orðið reyni til bjargar en niðurstaðan sé alltaf sú að þetta hefði verið óhapp sem ekkert var hægt að gera til að afstýra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni