Stærðfræðingurinn Sigurður Helgason er látinn, 96 ára að aldri. Mbl.is greinir frá. Sigurður fæddist á Akureyri árið 1927 og var sonur Klöru Briem og Helga Skúlasonar. Eftir að hafa útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri og farið í eitt ár í Háskóla Íslands hélt Sigurður erlendis í nám og lauk doktorsnámi frá Princeston-háskóla árið 1954. Að loku námi kenndi hann við marga af virtustu háskólum Bandaríkjanna og fékk síðan stöðu sem prófessor við MIT-háskólann árið 1965. Sigurður skrifaði margar bækur og fræðigreinar í gegnum ævina á sviði stærðfræði. Hann var heiðursdoktor við þrjá mismunandi háskóla, meðal annars Háskóla Íslands og árið 1991 hlaut hann stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Artie Helgason og eignuðst þau tvö börn saman.