Halldóra Geirharðsdóttir leikkona hefur sagt upp samningi sínum upp við Borgarleikhúsiö eftir að hafa starfað þar um áratugaskeið. Hún útskýrir brotthvarf sitt með því að hún hafi fengið nóg eftir að hafa leikið í 217 sýningum af söngleiknum Bubba sem slegið hefur öll met í aðsókn. Í viðtali við hlaðvarpið Stjörnuspeki segir hún frá þeirri ákvörðun sinni að hætta einnig sem prófessor við Listaháskólann og stefnir að því að verða atvinnulaus.
Ein ástæðan fyrir brotthvarfi Dóru úr söngleiknum er sú að hún finnur ekki eldinn innra með sér og er farin að slasa sig á æfingum. „Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra í hlaðvarpinu …