Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Forsetahjónin ekki með COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sjálfsagt er að geta þess að í kvöld fengum við hjón þau tíðindi að við erum ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Um leið vorum við minnt á þau sannindi að sú niðurstaða útiloki ekki að við fáum sjúkdóminn síðar. Við þurfum öll að vera á verði núna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í pistli á Facebook-síðu sinni.

Guðni og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru bæði í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu á föstudag. Segir Guðni að gott hafi verið að geta vakið athygli á „þessu frábæra framtaki sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og má vel vera að niðurstöður skimunarinnar nýtist fleirum en okkur sjálfum á þessu landi.“

Segir Guðni að hann hafi fengið boð á fjölda viðburða þessa viku, sem ýmist hafi verið frestað eða þeim aflýst, og sendir hann þeim einstaklingum baráttukveðjur.

„Þrátt fyrir okkar erfiðu daga þurfum við að halda okkar striki eftir föngum – eða kannski einmitt vegna þess andstreymis sem mætir okkur núna, segir Guðni og sendir þeim sem smitast hafa af veirunni baráttukveðjur.

Minnir hann að lokum á að lífið heldur áfram, lóan sé komin, sem eru gleðitíðindi okkar í öllum veirufregnum. Nú sem aldrei fyrr sé útivist og hreyfing holl öllum sem tök hafa á að vera úti.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -