Hákarlaárás varð við Bahamaeyjar á þriðjudaginn síðasta. Bandarískur kennari, hin 44 ára gamla Lauren Erickson Van Wart, lenti í árásinni og hlaut áverka sem urðu til þess að hún lést. Lauren og eiginmaður hennar voru ný gift og höfðu farið til Bahamaeyja í frí þar sem þau dvöldu á lúxushóteli. Hjónin ákváðu að fara á brimbretti skammt frá hótelinu en var það þá sem að hákarlinn réðst á Lauren og dró hana af brettinu ofan í sjóinn.
Björgunarsveitarmaður á ströndinni kom hjónunum til bjargar á bát og kom þeim aftur í land þar sem endurlífgunartilraunir hófust. Lauren hlaut alvarlega áverka á hægri hlið líkamans og var hún úrskurðuð látin á vettvangi skömmu síðar. Eiginmaður hennar særðist ekki í árásinni. Lauren var stærðfræðikennari og vann hjá fyrirtæki sem aðstoðar sérhæfir sig í að aðstoða aðra kennara. „Teymið okkar er í sárum og syrgir fráfall ástkærs og trausts samstarfsmanns og vinar. Lauren var ástsæll meðlimur stærðfræðiritstjórnar okkar og ástríða hennar skein í gegn bæði hjá nemendum, kennarum og öllu sem hún tók sér fyrir hendur,“ sagði forstjóri Rob Waldron í yfirlýsingu á þriðjudag.
Ekki liggur fyrir hvaða tegund hákarls réðst á Lauren en allt að 40 mismunandi tegundir hákarla eru á svæðinu. Hákarlategundirnar nauthákarl, tígrishákarl og svartir hákarlar má finna við eyjarnar en þeir eru þekktir fyrir að vera sérstaklega árásagjarnir. Yfirvöld leita enn að 47 ára gamalli þýskri konu sem hvarf í seinasta mánuði eftir á hákarl réðst á hana við köfun.