Bragi Páll Sigurðarson rífur Bjarna Benediktsson í sig í nýrri færslu á X-inu.
Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson er óvenju hvass í nýrri færslu á gamla Twitter. Í færslunni birtir Bragi Páll myndskeið frá sjúkrahúsi á Gaza þar sem læknir reynir að finna púls á litlu barni en finnur ekkert. Barnið er eitt af yfir 6.000 börnum sem drepin hafa verið í árásum Ísraelshers frá 7. október. Spyr rithöfundurinn utanríkisráðherrann í færslunni hvort barnið hafi verið drepið í árás. Færsluna má lesa hér fyrir neðan en lesendur eru varaði við, myndbandið er erfitt áhorfs:
En þetta bleyjubarn @Bjarni_Ben – var það drepið í árás?
Vona að sendiherrastaðan sem við vitum að þú bíður spenntur eftir í Bandaríkjunum verði kósí og að þú getir hnoðast á klappstýrum og drukkið böblí sem borgun fyrir að fordæma ekki yfirstandandi barnahelför, gungan þín. https://t.co/SIGhMtUMRr— Bragi Páll (@BragiPall) December 6, 2023