Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Palestínsku drengirnir örmagna af áhyggjum: „Enginn matur, svo þeir þurfa að betla á götum Aþenu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona sem tengd er fósturforeldrum palestínsku drengjanna sem Útlendingaeftirlitið hyggst senda á götuna í Grikklandi, segir strákana örmagna.

Sunna Björk, sem kallar sig frænku þeirra Sameers og Jazans, sem eru 12 og 14 ára, segir í samtali við Mannlíf, drengina hafa gríðarlegar áhyggjur af ættingjum sínum á Gaza. „Drengirnir tveir eru örmagna og með stanslausar áhyggjur af ættingum sínum.  Sprengjum hefur rignt yfir borgina þeirra, Khan Yunis, stanslaust síðan vopnahlé var rofið á föstudag.“ Segir hún að við bætast áhyggur af því að vera sendir aftur til Grikklands. „Ofan á það bætast áhyggjur af því að þeir eru ekki velkomnir hér lengur og þeir sjá fram á að vera sendir í yfirfulla flóttamannabúðir í Grikklandi. Þar er engin barnaverndarnefnd sem tekur á móti þeim, engin huggandi fósturfjölskylda, ekkert. Ekkert nema tómir gámar, með þunnum dýnum og teppum. Enginn matur, svo þeir þurfa að betla á götum Aþenu.“

Fjölskyldan hefur að undanförnu þrýst á Alþingismenn að beita sér í málinu og bíður svara frá þeim. Þá vonar hún að undirskriftarsöfnun til hjálpar drengjanna muni ganga áfram vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -