Verðlaunaleikkonan Florence Pugh lenti ömurlegu atviki fyrir nokkrum dögum þegar hún var að kynna kvikmyndina Dune 2 í Sao Paulo en leikkonan fer með stórt hlutverk í myndinni. Leikkonan var upp á sviði með öðrum leikurum myndarinnar að stilla sér upp fyrir ljósmyndara þegar óþekktur þrjótur grýtti einhverskonar hlut í andlit hennar. Ekki liggur fyrir hvernig hlutur þetta var af myndbandsupptökum af dæma var hluturinn á stærð við AA-rafhlöðu.
Pugh skaust upp á stjörnuhimininn árið 2019 þegar hún lék í myndunum Fighting with My Family, Midsommer og Little Women en hún hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunan sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Little Women. Þá hlaut hún Trophée Chopard-verðlaunin á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrir sama hlutverk.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.
Someone threw something at Florence Pugh and hit her in the face at #CCXP23 pic.twitter.com/aWB7J0gOyV
— Timmytea (@timmostea) December 3, 2023