Sjúkrabifreiðar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sinntu hinum ýmsu útköllum í nótt samkvæmt nýrri færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Sjúkraflutningamenn sinntu útköllum vegna slagsmála og endurlífgunartilraunar en einnig vegna fæðingar þar sem lítið kríli hefur ætlað að drífa sig í heiminn.
Þá barst slökkviliðinu heldur óvanalegt kynlífstengt útkall sem endaði með því að manneskja fór á bráðamóttöku. Útköll síðasta sólarhringinn voru allt 214 en þar má nefna gróðureld við Vesturlandsveg, eld í rusli, eld í lyftara og þurfti að kalla út dælubifreiðar alls fjórum sinnum.