Mikil umræða skapaðist í Facebook-hóp á dögunum eftir að meðlimur vakti athygli á verðmun á leikfangi milli verslana sem þótti sláandi. Um var að ræða lítinn leikfanga hest en í versluninni CoolShop kostaði hesturinn 16.999 krónur. Í Hagkaup mátti sjá mynd af sama leikfanga hesti en þar kostaði hann 24.999 krónur.
Ekki virtust allir meðlimir hópsins sammála því að Hagkaup seldi hestinn á uppsprengdu verði og sögðust oft hafa séð sömu leikföngin, í báðum verslunum, og þá ódýrari í Hagkaup. Skömmu eftir að umræðan skapaðist birti einn meðlimur skjáskot af leikfanginu á heimasíðu Hagkaupa en hafði verðið þá verið lækkað niður í 18.999 krónur.