Heimili leikarans Keanu Reeves var rænt á miðvikudagskvöldið samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum en innbrotið gerðist á heimili hans í Los Angeles. Lögregla mætti á svæðið um 19 leytið eftir að hafa fengið nafnlausa símhringingu en enginn var á staðnum þegar hana bar að garði. Hins vegar fór þjófavarnarkerfi hússins í gang rétt eftir miðnætti og að sögn lögreglu náðust margir grímuklæddir á upptökukerfi sem er til staðar á lóðinni. Sem betur fer var Kean Reeves ekki á svæðinu þegar innbrotið átti sér stað en talið er að einni byssu hafi verið stolið af heimili John Wick-leikarans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keanu Reeves verður fyrir innbroti en árið 2014 var tvisvar sinnum brotist inn til hans og fyrr á árinu braust eltihrellir inn á heimilið.