Móðir unglingsstúlku kom að dóttur sinni látinni á heimili þeirra eftir að hún mætti ekki í jólaskrúðgöngu í bænum. Lögreglan rannsakar málið en andlátið er talið hafa borið að með saknæmum hætti.
Stúlkan, Lizbeth Medina(16), bjó með móður sinni í íbúð í Texas þar sem hún gekk í Edna High School og hafði mikinn áhuga á sinni stöðu sem klappstýra. Þegar móðir hennar, Jacqueline Medina, kom hvergi auga á dóttur sína í jólaskrúðgöngunni vissi hún strax að eitthvað var að. Hún flýtti sér heim og kom að dóttur sinni látinni á heimili þeirra.
„Þegar ég fann hana, áttaði ég mig á því að hún var farin,“ sagði móðirin í samtali við KAVU-TV „Það voru engin fíkniefni, það var ekkert svoleiðis. Einhver meiddi barnið mitt, einhver tók barnið mitt frá mér. “ Medina telur að andlát dóttur sinnar hafi verið tengt nýlegu innbroti sem átti sér stað í íbúð þeirra fyrir nokkrum vikum.„Hún var bara heima og þau brutust inn. Því miður var hún heima á þeim tíma,“ sagði móðirin um innbrotið. Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp um vettvang glæpsins og hefur enn enginn verið handtekinn í tengslum við málið.