Kvenkyns starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú til skoðunar vegna máls sem kom upp í vinnuferð í nóvember. Starfsmennirnir voru í Auschwitz í Póllandi þar sem þeir sinntu erindum tengdum vinnunni en þegar því var lokið framlengdu nokkrar konur ferðina og varð eftir. Þá herma heimildir að starfsmennirnir hafi skellt sér út á lífið, leigt limmósínu og keypt þjónustu karlkyns fatafellu.
Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við Vísi að málið væri til skoðunar vegna hegðunar starfsmannanna í vinnuferðinni. „Málið er litið alvarlegum augum enda eru ríkar kröfur gerðar til starfsmanna embættisins um að vera til fyrirmyndar í hvívetna.“