Sólveig Anna Jónsdóttir virtist áhyggjulaus þrátt fyrir þá dóma sem hafa fallið Eflingu í óvil en kom hún fram í nýjum þætti Spursmál. Í þættinum sat Sólveig fyrir svörum þáttarstjórnanda sem sagði Eflingu hafa rekið fólk, fengið á sig dóma og veikindi fólks hafi mátt rekja til samskipta við Eflingu. Þá var Sólveig spurð hvernig henni þætti að hafa slíka dóma á bakinu.
„Það veldur mér engu hugarangri,“ sagði Sólveig og endurtók þáttastjórnandi þá spurninguna:
„Engu hugarangri, jafnvel þótt fólk hafi orðið fyrir veikindum vegna samskipta við þig?“
„Ég get auðvitað sagt mína sögu af öllu því sem þarna átti sér stað. Hef nú reynt að gera það með málefnalegum og heiðarlegum hætti.“
Þá sagðist hún ósammála niðurstöðu dómstóla.
„Það voru átök inni á skrifstofu. Það voru pólitísk átök, þetta voru átök um stefnu, hvernig ætti að fara og hver ætti að stýra félaginu. Hvort það ætti að vera lýðræðislega kjörin forysta, sem ég tel að sé rétt. Forysta sem félagsfólk valdi og treysti og hefur sýnst ítrekað að svo er eða hvort starfsfólkið ætti að stýra. Við erum ósammála um þetta.“