Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er í vanda á nokkrum vígstöðvum. Hann er á útleið ef marka má yfirlýsingar hans í Bítinu á Bylgjunni og mun ekki sækja um framlengingu á starfssamningi sínum. Ýmsir telja að þá stöðu hans megi rekja til byrlunarmáls Páls Steingrímssonar skipstjóra þar sem Ríkisútvarpið kom við sögu við að afrita síma skipstjórans á meðan hann lá á sjúkrabeði. Lykilstjórnendur Rúv eru grunaðir um aðkomu að málinu og Stefán ber ábyrgð á sínu fólki.
Nú er hann enn kominn í vandræði. Yfir 3000 manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að hætta þátttöku í keppninni ef Ísrael verði áfram inni. Stefán var afdráttarlaus þegar hann studdi á sínum tíma þá ákvörðun að vísa Rússum úr Eurovision-keppninni vegna stríðs þeirra við Úkraínumenn. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán.
Útvarpsstjórinn tekur allt annan pól í hæðina þar sem kemur að því að henda Ísraelsmönnum úr keppninni vegna stríðsins við Palestínumenn. Hann talar tungum tveimur og segir í viðtali við Rúv að stofnun hans eigi ekki að taka pólitíska afstöðu í keppninni. Þar með er hann kominn í mótsögn við sjálfan sig.
Sú hugmynd hefur komið fram að íslenskir listamenn hafni þáttöku í keppninni og sýni þannig mannúð í verki og taki völdin af útvarpsstjóra …