Hætta þurfti knattspyrnuleik milli spænsku liðanna Granada og Athletic Bilbao þegar 17. mínútur voru liðnar af leiknum. Ástæða þess var að stuðningsmaður Granada fékk hjartaáfall í stúkunni. Stuðningsmenn og leikmenn beggja liða yfirgáfu völlinn tímabundið meðan heilbrigðisstarfsmenn vallarins reyndu að endurlífga stuðningsmanninn við en það gekk ekki eftir og lést maðurinn á svæðinu. Leiknum var svo frestað í framhaldinu.
Athletic Bilbao leiddi 1-0 þegar leikurinn var flautaður af og mun leikurinn halda áfram í kvöld.
„Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina hins látna,“ sagði í tilkynningu Granada á Twitter.