Fyrr í dag stóð sendiferðabíll í ljósum logum í Skerjafirði og lagði mikinn reyk yfir hverfið. Einn bíll frá slökkviliðinu var sendur á svæðið til að slökkva eldinn. Mannlíf hafði samband við Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu til að spyrja út í málið.
„Þetta er lítill sendiferðabíll sem kviknaði í og gerði svona mikinn reyk. Við erum búin að slökkva, erum að kæla niður slökkva í glæðum,“ sagði talsmaður Slökkviliðsins. Hann sagði að eldsupptök væru ekki komin á hreint og hann gat ekki sagt til hvort einhver slys á fólki hefðu orðið