Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Sigmar hryggur eftir mótmæli á Austurvelli: „Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmar Guðmundsson segir að stefnuleysi stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum vera sorglega.

Á laugardaginn safnaðist saman fólk á Austurvelli og mótmælti aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm. Einn af ræðumönnum mótmælanna var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Skrifaði hann Facebook-færslu í dag þar sem hann sagði það hafa verið mjög áhrifamikið að vera á mótmælunum á Austurvelli. „Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við alþingishúsið,“ sagði Sigmar og hélt áfram. „Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur.“

Þá segir Sigmar stefnuleysi stjórnvalda í málaflokknum sorglegt. „Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani.“

Segir hann að lokum hann sé nú búinn að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem hann krefst þess að stefna í málaflokknum verði mótuð. „Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki.“ Segir hann að lokum: „Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -