Verkfall flugumferðarstjóra hófst í nótt eftir að fundi Samtaka atvinnulífsins og samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ljóst er að verkfallið kemur til með að raska flugi hjá mörg þúsund manns. Verkfallið stendur yfir í sex tíma í dag eða frá því klukkan fjögur í nótt til klukkan tíu í dag. Morgunflugum Icelandair og Play hefur þegar verið seinkað.
Þá eru meðalheildarlaun flugumferðarstjóra um 1,4 milljónir króna ef mið er tekið af tölum Hagstofu Íslands. Í gögnum Hagstofu er launaflokkur flugumferðarstjóra númer 3144 og nefnist „sérfræðistörf við flugumsjón“.