Ótrúlegt atvik átti sér stað um helgina í Colorado. Í bænum Lakewood fór fram körfuboltamóti fyrir krakka. Í leik milli Cherry Creek og Legend Blue byrjuðu þrír dómarar að slást upp úr, að því virðist, þurru og náðist atvikið á myndband. Í byrjun myndbandsins virðist einn dómarinn ýta öðru dómara og í framhaldi af því ráðast tveir dómarar á þann sem ýtti dómaranum. Áhorfendur þurftu að stiga inn í til að skilja dómarana að. Samkvæmt lögreglu bæjarins veit hún af atvikinu en allar aðilar voru farnir af svæðinu þegar lögreglan mætti á svæðið. Samkvæmt Gold Crown samtökunum, sem stóðu fyrir körfuboltamótinu, yrðu engin slys á fólki og dómararnir þrír séu komnir í ótímabundið bann. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin út. „Mest af öllu viljum við biðja alla afsökunar á að hafa þurft að horfa upp á þessi hegðun og beinum við því sérstaklega til krakkana á svæðinu,“ sagði í yfirlýsingu samtakana um málið.