Sigmar Vilhjálmsson átti sinn árlega „feðga-jóladag“ með sonum sínum þremur og sagði frá því á Instagram.
Jólin nálgast óðfluga og jólastressið er mætt í öllu sínu veldi. Þess vegna er mikilvægt að stoppa á einhverjum tímapunkti og draga djúpt andann og gera svo eitthvað skemmtilegt með þeim sem standa þér næst. Og það er einmitt það sem rauðhærða sjarmatröllið frá Egilsstöðum, Simmi Vill, veitingamaður, gerði. Hann birti í gær ljósmyndir og myndskeið af árlegum „feðga-jóladegi“ sem hann átti með þremur sonum sínum. Feðgarnir fengu sér að borða á Jómfrúnni í Lækjargötu og skelltu sér svo á jólatónleika Baggalúts og ekki er annað að sjá á myndunum en að þeir hafi átt yndislegan dag saman.
Hér má sjá myndirnar:
View this post on Instagram