Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Íslendingur í Svíþjóð kinnbeinsbrotnaði eftir hópárás nýnasista: „Ég man ekki eftir neinu höggi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar árið 1994 lenti Íslendingur í fólskulegri árás 10 svokallaðra Skinheads-manna, í Husqvarna-hverfinu í Jönköping í Svíþjóð. 

Kristján Kristjánsson, 44 ára Íslendingur, búsettur í Jönköping í Svíþjóð, snæddi kvöldverð á veitingastað í Husvarna-hverfi borgarinnar, janúar 1994. Þegar Kristján hugðist taka leigubíl eftir máltíðina sá hann skyndilega nokkra Skinheads-menn útundan sér. Eftir það datt hann út og vaknaði aftur á sjúkrahúsi, illa farinn eftir barsmíðar mannanna. Lögreglan sem kom á vettvang árásarinnar sögðu að alls hefðu 10 nýnastir staðið að árásinni en Kristján var ekki eina fórnarlamb gengisins þetta kvöldið. Sænskur maður, 24 ára, hafði einnig orðið fyrir árás skallagengisins og var lögreglan á höttunum á eftir genginu er þeir komu að Kristjáni. Sjálfur mundi hann ekki eftir einu höggi en var ansi illa farinn, meðal annars kinnbeinsbrotinn og með skaddað auga. Er fréttin var skrifuð hafði lögreglan ekki haft hendur í skalla gengisins.

Hér má lesa frétt DV af málinu:

Fólskulegárás: Íslendingur illa slasaður eftir árás 10 sænskra Skinheadsmanna

„Ég var að koma af veitingahúsi sem er á hóteli í Husqvarna og gekk í átt að leigubíl. Síðan sá ég tvo eða þrjá Skinheads-menn útundan mér. Svo man ég ekkert meira fyrr en ég vaknaði á sjúkrahúsi daginn eftir. Þá var annað kinnbeinið brotið, hitt brákað, augabrúnir bólgnar og hægra augað er skaðað – það er ekki vitað hve mikið það er ennþá. Ég sá ekki hvernig staðið var að árásinni en lögreglan segir að þeir hafi verið tíu,“ sagði Kristján Kristjánsson, 44 ára, búsettur í Jönköping í Svíþjóð, í samtali við DV í morgun. Kristján og annar maður, 24 ára Svíi, urðu fyrir hinum svokölluðu Skinheads, atvinnulausum, krúnurökuðum karlmönnum í götugengi í Husqvarna um helgina. Jönköpingsposten birtir forsíðumynd og viðtal við Kristján í dag vegna atburðarins. „Ég man ekki eftir neinu höggi en er aumur í aftanverðum hálsinum þannig að það getur verið að ég hafi verið sleginn aftan frá. Lögreglan segir að þeir hafi verið tíu sem stóðu yfir mér. Lögreglan var að keyra um og leita að þeim því að þeir voru nýbúnir að berja niður 24 ára Svía. Þeir sáu þá síðan standa í hóp yfir mér liggjandi á grúfu á jörðinni. Þeir hlupu í allar áttir en ég veit ekki hvort þeir náðust. Á sunnudag var ekki búið að finna þessa menn,“ sagði Kristján. Kristján segir Skinheads vera kynþáttahatara en segist fullviss um að árásarmönnunum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri Íslendingur. Þeir hafi einnig orðið uppvísir að árás á Norðmann nýlega og segir Kristján að þjóðerni virðist ekki hafa skipt máli í þessum tilfellum – Skinheads einbeiti sér ekki að því að ræna fólk heldur eingöngu að berja og slasa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -