Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Ísraelar sakaðir um aftöku á konum og börnum í gær: „Þau voru ungabörn. Þeir tóku þau af lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa tekið hóp kvenna og barna af lífi í grunnskóla í norðurhluta Gaza í gær.

Samkvæmt vitnisburði frá íbúum í norðurhluta Gaza réðust ísraelskir hermenn inn í Shadia Abu Ghazala-grunnskólann, þar sem fjöldi fólks hafði leitað skjóls undan sprengjuregni Ísraelshers. Segja vitnin að hermennirnir hafi tekið karlmennina í burtu en safnað konunum og börnunum í eitt herbergi og tekið þau svo af lífi.

„Þau voru öll drepin, tekin af lífi,“ sagði vitni sem Al Jazeera-fréttastofan tók viðtal við en vitni lýstu hræðilegri sýn þegar þau leituðu að ættingjum sínum í skólanum, eftir árás Ísraela.

Í myndbandi sem Al Jazeera birti er einnig talað við konu sem fann lík í stöflum í einni kennslustofunni. „Þau voru ungabörn. Þeir tóku þau af lífi.“

Þá segir enn eitt vitnið að ekki hafi verið nein ummerki eftir eldflaugar eða sprengjur, heldur hafi fólkið verið skotið af stuttu færi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Al Jazeera:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -