Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

RÚV hafnaði atkvæðagreiðslu um sniðgöngu á Eurovision: „Í dag get ég ekki orða bundist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tillaga að ályktun um sniðgöngu RÚV á Eurovision 2024, var ekki tekin til umræðu. Aðeins ein manneskja studdi tillöguna.

Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann sagðist ekki geta orða bundist. Hann lagði til á fundi stjórnar, tillögu um að RÚV taki ekki þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Segir hann að fundurinn hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæða og að aðeins Margrét Tryggvadóttir hafi stutt hana.

Færsluna má lesa hér:

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks tjáði sig um málið í Facebook-færslu í dag. Segir hann að stjórnarmenn, aðrir en Mörður og Margrét verði að svara fyrir þetta.

„Verður ekki aumlegra. Málstaðurinn er svo vondur að tillögunni er ekki einu sinni hleypt í atkvæðagreiðslu. Hvílíkt og annað eins. Stjórnarmenn, aðrir en Mörður og Margrét, verða að svara fyrir þetta. Leikur sérstakur hugur að heyra rökstuðning Hrafnhildar Halldórsdóttur, fulltrúa starfsmanna í stjórn. Er þetta almennt stemmarinn í Efstaleiti?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -