Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Leita enn að móður sem hvarf fyrir tæpri viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leit stendur enn yfir að 55 ára gamalli móður sem hvarf sporlaust fyrir sex dögum síðan í London. Konan, Gaynor Lord, hefur ekki sést síðan hún fór frá vinnu á föstudaginn en umfangsmikil leit hefur verið í borginni. Sama dag og Gaynor hvarf fundust fatnaður hennar, skartgripir og farsími í almenningsgarði en hafði hún skömmu áður sést ganga inn og út úr dómkirkjunni, sem er í næsta nágrenni við garðinn.

Gaynor á leið úr vinnu fyrir tæpri viku síðan

Lögregla veltir því nú fyrir sér hvað átti sér stað á meðan hún var inni í kirkjunni en talið er líklegt að móðirin hafi skilið eftir eigur sínar í garðinum áður en hún hafi gengið ofan í nærliggjandi á.

Leit hefur farið fram í ánni með aðstoð sjódeildar lögreglunnar, slökkviliðs- og björgunarsveitar Norfolk og strandgæslunnar. Stefnt að því að halda leit áfram næstu daga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -